Setjum í forgrunn ELDRI hunda og ketti í nóvember

Setjum í forgrunn ELDRI hunda og ketti í nóvember

Nóvembermánuður er í mörgum löndum helgaður eldri gæludýrum, hundum og köttum.

Í þessum mánuði er lögð áhersla á að upplýsa umsjónaraðila þessara dýra um sjúkdóma sem gjarna koma í kjölfar hækkandi aldurs, ásamt því að að veita  fræðslu um hvernig við sem gæludýraeigendur getum annast þessa vini okkar betur.

Gæludýr lifa almennt lengur  en áður og er ástæðan fyrir því meðal annars þær miklu framfarir  sem hafa átt sér stað á undanförnum árum bæði hvað varðar greiningar og meðferðir á sjúkdómum og ekki síst vegna betri þekkingar á atferli, andlegri heilsu og almennum aðbúnaði þessara  skjólstæðinga okkar.

Að þessu tilefni ætlum við á Dýraspítalanum í Garðabæ að setja eldri gæludýr (hunda og ketti) i öndvegi í nóvember og bjóða upp á tilboð á ýmiskonar þjónustu eins og t.d.:

Almennar heilsufarsskoðanir með áherslu á eldri dýr.
Almennar heilsufarsskoðanir fyrir eldri dýr með blóðprufu.
Almennar heilsufarskoðanir fyrir eldri dýr með blóðprufu og þvagprufu.

Tilboð á fæðubótarefnum sem gætu gagnast gæludýrinu þínu.
Tilboð á fóðri fyrir eldri hunda og ketti.

Fræðslukvöld um andlega og líkamlega heilsu hjá eldri hundum og köttum.
Þann 28.11.2024, kl.18:00-19:30 verður boðið uppá fræðslukvöld að Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ þar sem fjallað verður um andlega heilsu og heilbrigði ásamt því að komið verður inn á aðra sjúkdóma eins og slitgigt og hvað hægt er að gera til að styðja við og hjálpa þessum öldruðu skjólstæðingum.  Sjá  einnig event á FB

Ttilboðin gilda fyrir hunda 8 ára og eldri og ketti 10 ára og eldri.

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun