Ragnhildur Ásta útskrifðist sem dýralæknir frá Tierärtzliche Hochshule Hannover í Þýskalandi árið 2000. Vann sem eftirlitsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarumdæmi fram til Júni 2001. Hóf störf sem dýralæknir á Dýralæknastofunni í Garðabæ í júní 2001 til ársins 2007. Starfaði sem Eftirlitsdýralæknir hjá Matvælastofnun á árunum 2007-2013. Starfandi dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ frá árinu 2013.
- Fjölmörg námskeið á vegum Dýralæknafélag Íslands í lækningum smádýra, hesta og nytjadýra.
- Ýmis námskeið hérlendis og erlendis á vegum Matvælastofnunar sem eftirlitsdýralæknir.
- Önnur styttri námskeið tengd smádýralækningum hérlendis
- WASAVA ráðstefna í smádýralækningum í Prag 2006
- BSAVA ráðstefnur í smádýralækningum í Birmingham, 2004, 2014, 2016.
- EVSSAR/ISCFR ráðstefna í æxlunarfræðum hunda/katta Vín, Austuríki 2008
- ESAVS/EVSSAR Námskeið í æxlunarfræðum hunda/katta Nantes, Frakklandi 2009
- Námskeið í lasermeðferð hjá John C. Godbold DVM, Stonehaven Veterinary Consulting hjá Vistor í jan. 2017
Ragnhildur og maki hennar eiga fjögur börn, labrador tík, læðu, degua og nokkur hross.
Helstu áhugamál eru útivist, hestamennska, ferðalög og samvera með fjölskyldu.