Við bjóðum t.d. upp á röntgenmyndatökur, fullkomna skurðstofu með svæfinga- og mælitækjum sem geta sagt okkur til um líðan sjúklingsins meðan hann sefur, blóðrannsóknartæki sem á 5 mínútum getur skilað fullkomnu yfirliti um heilsufar sjúklingsins, rannsóknarstofu og sónartæki sem m.a. getur sagt til um hvort von sé á hvolpum eða kettlingum.
Einnig höfum við fullkomna aðstöðu fyrir veik dýr sem lögð eru inn, eða eru að jafna sig eftir aðgerð.
Við höfum 4 aðskilin skoðunarherbergi, þar af eitt sem sérstaklega er hugsað fyrir aðstandendur ef kveðja þarf ferfættan ástvin.
Rúmgóða biðstofu fyrir viðskiptavini á meðan beðið er, við biðstofuna er einnig verslun til að skoða og versla í.
Það er stefna okkar að bjóða viðskiptavinum okkar ávallt þá bestu þjónustu sem völ er á og þess vegna leitumst við sífellt við að bæta okkur.
Dýrin okkar eiga skilið að fá aðhlynningu og lækningu á hverjum þeim kvilla sem kann að koma upp, og með þá tækni sem læknavísindin hafa fært okkur en engin ástæða til að skilja dýrin útundan.
Það er alltaf hægt að fá góð ráð og skilmerkilegar leiðbeiningar, sama hver spurningin eða vandamálið er.