Jakobína lauk námi við Den Kgl Veterinær og Landbohojskole í Kaupmannahöfn 1996.
Eftir námið tók hún þátt í rannsóknarverkefni á vegum Landbúnaðarráðuneytisins um sumarexem í íslenskum hrossum erlendis. Samfara því leysti hún af sem dýralæknir í stórdýralækningum á nokkrum stöðum úti á landi.
Jakobína hefur síðan 1997 verið einn af eigendum Dýraspítalans í Garðabæ. Hún hefur síðan þá bætt við sig þekkingu í almennum skurðlækningum og orthopediu í gegnum árin bæði á Íslandi og í Englandi.