Hanna M. Arnórsdóttir

Fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta

Hanna útskrifaðist úr Den Kgl Veterinær og Landbohojskole í Kaupmannahöfn 1997 og hefur verið einn af eigendum dýraspítalans síðan þá.

Hún útskrifaðist sem fagdýralæknir í sjúkdómum hunda og katta – CSAM í janúar 2009 eftir 2ja ára framhaldsnám og er meðlimur í félagi smádýralækna innan Danska Dýralæknafélagsins.

Hanna hefur sótt fjöldann allan af sérhæfðum námskeiðum, meðal annars:

Aflestur hjartalínurita hjá hundum og köttum á vegum DDD. Hjartaómskoðun hjá hundum og köttum.
Ómskoðun kviðarhol hunda og katta -Eyckemeyer
Framhald í ómskoðun kviðarhols hunda og katta – NAVC Institute Viðurkenning á færni til að greina hjartatsjúkdóma og skima fyrir þeim, sem er leyfisháð til útgáfu viðurkenndra vottorða til ræktunardýra –Prof. Clarence Kvart, SLU – Svíþjóð. Meltingarsjúkdómar hunda - DDD
Fóstur- og nýburafræði hunda og katta- DÍ og Royal Canine, Ísland Blóðmeinafræði hunda og katta NAVC.
Notkun erfðaprófa og ættgengir sjúkdómar hunda og katta -DDD Atferlisfræði og meðhöndlun atferlissjúkdóma hjá hundum og köttum við NAVC Institute og hjá Quadam í Bandaríkjunum
BAT fyrir hunda með árásargirni, kvíða eða hræðslu – Ísland
Umönnun og aðhlynning vinnuhunda m.t.t að viðhalda frammistöðu og afköstum- RC Ísland v/Prof. Grandjean.
Lyflækningar með áherslu á innkirtlasjúkdóma –DDD
Húðsjúkdómar í hundum og köttum

Jafnframt hefur Hanna sótt fjöldann allan af fyrirlestrum á ráðstefnum fyrir dýralækna bæði hérlendis sem erlendis.
Hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum Dýralæknafélags Íslands m.a. í stjórn þess. Einnig hefur hún verið í stjórn Dýraverndarsambands Íslands og í stjórn Dýrahjálpar.

Tilbaka
Hanna M. Arnórsdóttir
Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun