Hægt er að gera ófrjósemisaðgerðir á hundum og tíkum þegar þau eru á bilinu 7-8 mánaða gömul. Aðgerðin er framkvæmd að morgni og hundurinn er ferðafær heim síðdegis, hann þarf að vera með skerm til að varna því að hann sleiki skurðsárið næstu 10 dagana en þá má taka saumana.
Ófrjósemisaðgerðir koma til greina sem lausn á alvarlegum hegðunarvandamálum sem ekki svara neinni meðferð eða þjálfun.
Þetta á einkum við um hunda sem sýna öðrum hundum mikla árásargirni. Til að koma í veg fyrir fæðingu óæskilegra hvolpa eru stundum framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á tíkum.