Hegðunarvandamál

Þetta er meðal þeirra atferlisvandamála sem eru hvað algengust, sérstaklega hjá ungum hundum. Aðalástæðan fyrir þessu vandamáli er það sem kallast "aðskilnaðarhræðsla".
Þetta lýsir sér þannig, að hundurinn vælir og geltir og/eða eyðileggur húsgögn og þess háttar eftir að eigandinn hefur yfirgefir heimilið.
Þegar eigandinn er heima, hagar hundurinn sér yfirleitt vel. "Aðskilnaðarhræðsla" er eiginlega eðlilegt atferli.
Það er í raun ósköp eðlilegt að hundurinn verði miður sín þegar "hópurinn hans" eða sá sem fer fyrir "hópnum" yfirgefur hann.

Aðskilnaðarhræðsla hendir aðallega þá hunda sem eru mjög háðir eigandanum eða meðlimum fjölskyldunnar og þess vegna getur verið nauðsynlegt að losa aðeins um
þessi "of nánu" tengsl hunds og manns. Oft krefjast og leita þessir hundar eftir mikilli athygli. Þeir elta eiganda sinn á röndum allan daginn,
koma oft og ýta í hann með trýninu og biðja oft um athygli hans. Þessu þarf að breyta. Hundurinn þarf að verða sjálfstæðari og ekki eins háður eigandanum.
Það þarf að hunsa athyglisþráhyggjuna og samtímis verður að búa til áæglun fyrir nýtt atferli og búa til önnur verkefni fyrir hundinn.
Ef hundinum er sinnt á föstum tímum, finnst honum hann ekki afskiptur og hann fær að sjálfsögðu sína athygli en það er eigandinn sem ákveður hvernig og hvenær það á að vera.

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun