Núna í sumar opnuðum við kattahótel í tengslum við Dýraspítalann í Garðabæ. Ef smellt er á linkinn sem er hérna með fréttinni opnast skjal með öllum upplýsingum um hótelið.
Við viljum þó benda á að allar upplýsingar og pantanir um hótelið eru eingöngu veittar í gegnum netfangið kattahotel@dspg.is
Ekki er hægt að hringja til þess að panta pláss eða fá upplýsingar. Vinsamlegast virðið það og sendið okkur línu á netfangið og við munum svara mjög fljótt.